Épisodes

  • Sálfélagslegt öryggi á vinnustað
    Sep 9 2025

    Hvað þarf til þess að fólki líði vel á vinnustað? Kannski er það ekki bara jógasalur eða hópefli heldur grunnstoðir í skipulagi og vel upplýstir stjórnendur. Við tölum um það sem Auðnast stendur fyrir alla daga: Sálfélagslegt öryggi.

    Lesefni sem við mælum með:  

    https://bmcpublichealth.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12889-023-16246-x?utm

    Voir plus Voir moins
    48 min
  • Tilfinningagreind
    Sep 5 2025

    Við ræðum hvað tilfinningagreind er út frá mismunandi sjónarhornum og hvernig við getum verið misgóð í henni eftir því í hvaða hlutverkum við sinnum. Við skoðum líka mat á eigin tilfinningagreind og hvernig við getum eflt hana í daglegu lífi. Hlustaðu og vertu í takt við tilfinningar þínar!

    Voir plus Voir moins
    42 min
  • Stöðutékk - á þér...
    Jul 27 2025

    Við ræðum einfaldar leiðir til að taka stöðu á sér persónulega og hvers vegna við erum líkleg til þess að festast í sama mynstrinu aftur og aftur. Við skoðum vanabrautir og hvernig sjálfsmildi getur varðað veginn í átt að farsælli breytingu. Það er að segja ef það er eitthvað sem þú vilt breyta.

    https://www.youtube.com/watch?v=hiiEeMN7vbQ – Carol dweck

    https://self-compassion.org/wp-content/uploads/2022/08/PsychReviewInPress.pdf

    https://www.thebowencenter.org/multigenerational-transmission-process

    Voir plus Voir moins
    39 min
  • Sumarfrí sem streituvaldur
    Jul 16 2025

    Við ræðum hvers vegna sumarfrí er stundum streituvaldur bæði út frá starfshlutverkinu en ekki síður út frá fjölskyldulífinu. Við skoðum líka fjögur gagnleg ráð sem geta nýst þér og þínum.

    https://hrreview.co.uk/har-news/wellbeing-news/majority-of-working-brits-feel-pressure-to-check-company-emails-while-on-holiday/371705?

    https://www.sciencedaily.com/releases/2018/08/180810091553.htm?utm_source

    Voir plus Voir moins
    29 min
  • Að vinna með einhverjum sem þér líkar ekki við.
    May 27 2025

    Í þessum þætti förum við yfir reynslu sem mörg þekkja en fá kannski ræða opinskátt. Hvað gerum við þegar okkur líkar ekki vel við samstarfsfélaga. Við köfum beint í kjarnann, reynum að skilja og skoða þær tilfinningar sem skjóta upp kollinum þegar okkur finnst einhver pirrandi, ekki starfi sínu vaxinn eða bara leiðinlegur.

    Greinar sem við mælum með:

    https://www.frontiersin.org/journals/aging-neuroscience/articles/10.3389/fnagi.2016.00074/full

    Voir plus Voir moins
    29 min
  • Framhjáhald – út frá sjónarhóli þess sem haldið er framhjá
    May 19 2025

    Í þessum þætti förum við yfir algenga upplifun og líðan hjá fólki sem haldið er framhjá. Viðfangsefnið er sannarlega viðkvæmt og sársaukafullt en engu að síður mikilvægt.

    Voir plus Voir moins
    44 min
  • Samskipti - Mikilvægasta verkfærið á vinnustaðnum
    Apr 4 2025

    Í þessum þætti förum við yfir víðan völl þegar kemur að samskiptum á vinnustað, hvaða áhrif ógagnleg samskipti hafa á líðan starfsfólks og hvaða leiðir eru farsælar til þess að efla samskipti á vinnustað.

    Lesefni sem við mælum með: 

    https://www.shrm.org/in/topics-tools/news/organizational-employee-development/cost-poor-communication?

    https://www.mckinsey.com/locations/mckinsey-client-capabilities-network/our-work/strategic-and-change-communications/the-communications-exchange/unlocking-organizational-communication-five-ways-to-ignite-employee-engagement?

    Voir plus Voir moins
    33 min
  • Hvar tilheyrir þú og skiptir það máli fyrir heilsuna?
    Mar 21 2025

    Í þessum þætti förum við yfir það að tilheyra og hversu djúpstæð þörf það er innra með okkur. Við skoðum hvað gerist ef við upplifum að við tilheyrum ekki bæði í einkalífi og starfi og svo skoðum við gagnlegar leiðir til þess að tilheyra.

    Grein sem við mælum með:  

    The article "The Need to Belong: Desire for Interpersonal Attachments as a Fundamental Human Motivation" by Roy F. Baumeister and Mark R. Leary was published in the journal Psychological Bulletin in 1995 (Volume 117, Issue 3, Pages 497–529)

    Voir plus Voir moins
    34 min